Það er ansi oft sem maður hugsar „af hverju bý ég hér? Það er skítkalt meirihluta ársins, verðlagið er út úr kú og úrval af handavinnu ótrúlega lítið á stundum“.
Svo kemur vor…og sumar. Sumarið er stutt en alveg ótrúlega fallegt. Skarpir litir náttúrunnar, næturbirtan og ég veit ekki hvað…þá hættir maður við hugsanir um flutning til heitari landa…í það minnsta fram í október.
Category: Ísland