Viggublogg

Það er spurning…

Menu
  • Forsíða
  • Handavinna
    • Prjón
    • Hekl
    • Bútasaumur
    • Hugmyndir
  • Borgin
    • Skipulag
    • Byggingar
    • Umferðarljós
  • Ferðalög
    • Bretland
    • Holland
    • Ísland
    • USA
  • Umhverfið
  • Bækur
  • Matur og uppskriftir
  • Erfðafræði
  • Hugleiðingar
  • Til gamans
  • English
  • Shop
    • Cart
    • Checkout
    • My account
Menu

Garðvinna

Posted on by Vigdis Stefansdottir

 Á vorin langar mann út. Grafa fingurna í moldina, finna sterka moldarlyktina sem gýs upp þegar skóflu er stungið í jörð og gróðursetja.

Þetta árið er áherslan á matjurtir. Í nokkrar vikur hafa pínulítil fræ fengið að vaxa og dafna í öllum gluggum og nú eru þau flest komin út í beð eða potta. Og þá er spurning hvað lifir af íslenska sumarið. Örugglega eitthvað. Blómkálið er búið að vera úti í 3 nætur og lifir enn, salatið hefur bara farið út á daginn og inn aftur þegar kvöldar en mun eyða þessari nótt úti. Svo er bara að sjá til.

Category: Umhverfið
©2025 Viggublogg