„Loksins, loksins“, segir ferðalöngunin en loftlagssamviskan hastar á hana. „Það þarf ekki að ferðast til útlanda, Ísland hefur allt sem þú þarft“ segir hún höstuglega.
„Já en…“ pípir í ferðalönguninni sem flettir upp hverri freistandi ferðinni á fætur annarri.
„Sko, eitt svona flugferðalag kostar fullt af kolefnssporum og ábyrgir einstaklingar eru heima hjá sér – fara kannski í mesta lagi með strætó í Hveragerði eða á Selfoss að skoða nýja miðbæinn!
„Já en…það er svo gaman að fara eitthvert þar sem er sól og gott veður“ hvíslar ferðalöngunin og gjóir augunum á mynd af sólarströndu og brosandi fólki.
„Það er sól á Íslandi á sumrin“, hvæsir loftlagssamviskan. „Ekki ferðuðust forfeður þínir mikið og lifðu ágætu lífi, eða hvað?
„Bara eitt ferðalag? Smá sólskin og notalegheit í nokkra daga?
„Nei!