Viggublogg

Það er spurning…

Menu
  • Forsíða
  • Handavinna
    • Prjón
    • Hekl
    • Bútasaumur
    • Hugmyndir
  • Borgin
    • Skipulag
    • Byggingar
    • Umferðarljós
  • Ferðalög
    • Bretland
    • Holland
    • Ísland
    • USA
  • Umhverfið
  • Bækur
  • Matur og uppskriftir
  • Erfðafræði
  • Hugleiðingar
  • Til gamans
  • English
  • Shop
    • Cart
    • Checkout
    • My account
Menu

Ferðast að nýju (skrifað í lok Covid)

Posted on by Vigdis Stefansdottir

 „Loksins, loksins“, segir ferðalöngunin en loftlagssamviskan hastar á hana. „Það þarf ekki að ferðast til útlanda, Ísland hefur allt sem þú þarft“ segir hún höstuglega. 

„Já en…“ pípir í ferðalönguninni sem flettir upp hverri freistandi ferðinni á fætur annarri.

„Sko, eitt svona flugferðalag kostar fullt af kolefnssporum og ábyrgir einstaklingar eru heima hjá sér – fara kannski í mesta lagi með strætó í Hveragerði eða á Selfoss að skoða nýja miðbæinn! 

„Já en…það er svo gaman að fara eitthvert þar sem er sól og gott veður“ hvíslar ferðalöngunin og gjóir augunum á mynd af sólarströndu og brosandi fólki. 

„Það er sól á Íslandi á sumrin“, hvæsir loftlagssamviskan. „Ekki ferðuðust forfeður þínir mikið og lifðu ágætu lífi, eða hvað?

„Bara eitt ferðalag? Smá sólskin og notalegheit í nokkra daga? 

„Nei!

Category: Ferðalög
©2025 Viggublogg