Ég hef gaman af að prjóna en prjóna sjaldan sokka. Það er sennilega vegna þess að a) gamlar minningar um sokkaprjón í barnaskóla ásækja mig og b) mér gengur illa að láta sokkana verða jafnstóra.
Það er auðvitað hægt með því að telja umferðir en flestar uppskriftir segja til um að mæla sm. Það gengur engan veginn fyrir mig. Svo er auðvitað hægt að prjóna tvo sokka saman á einn prjón en mér gengur það illa.
Semsagt, það hentar mér betur að fá uppskrift sem segir til um fjölda umferða frekar en lengd í sm.
Hér er ein þannig, prjónuð á dóttur mína úr garni sem heitir Purl Sock Yarn og fæst í RL magasín (Rúmfó).
Prjónastærð: 3.5 mm (nei, engin prjónfesta hér, þetta passar mér fullkomlega)
Byrjað á stroffi og fitjaðar upp 56 lykkjur. Tengt í hring (12 l á prjónum 1 og 3, 16 l á prjónum 2 og 4) og fyrsta umferð prjónuð slétt. Síðan stroff, ég geri 2 sl og 2 br en það er auðvitað bara val hvers og eins.
Stroffið mitt er 26 umferðir (tel sléttu umferðina með en ekki uppfitjunarlykkjur og ekki lykkjurnar sem eru á prjónunum). Þetta er frekar stutt stroff og lítið mál að lengja það.
Þvínæst eru prjónaðar 12 umf slétt.
Hæll:
Lykkjur af prjóni 1 og 2 settar saman á einn prjón – 28 l. Þessar lykkjur eru prjónaðar fram og til baka 24 umferðir. Ég prjóna þær sléttar en það má nota annað prjón. Jafnvel setja örfínan nælonþráð eða annað sem styrkir með. Síðasta umferðin er prjónuð frá röngu.
Því næst tekur við hælúrtakan:
1. umferð: Ein l tekin óprjónuð, prjónað slétt þar til 10 lykkur eru eftir af hæltungunni. Því næst er tvær lykkjur prjónaðar saman áður en snúið er við.
2. umferð: Ein l tekin óprjónuð, prjónað brugðið (slétt á réttunni) þar til 10 lykkur eru eftir. Að lokum 2 br l teknar saman áður en snúið er við.
Umferðir 1 og 2 endurteknar, nema þannig að 9, 8, 7, o.s.frv. lykkjur séu eftir í stað 10, þar til allar hliðarlykkjur hafa verið felldar inn í hælinn.
Fóturinn:
Hæltungunni skipt á tvo prjóna og l 13 í hvorri hlið hæltungunnar bætt við á hvorn prjón. Einnig tekin upp 1 l við upphaf hæltungunnar hvoru megin, úr síðustu umf. Þannig ættu að vera 19 l á hvorum hælprjón og 13 á inum tveim = 64 l.
Umferð byrjar á miðjum hæl.
Fyrsta umferð í hringnum er prjónuð slétt og gott er að prjóna nýju l í byrjun hæltungunnar snúnar til að minnka líkur á götum.
2. umferð: