
Ég bjó í Wales um tveggja ára skeið og eitt af því skemmtilega sem ég gerði með samleigjendum mínum var að fara í „afternoon tea“ á hinum ýmsu stöðum. Því fylgdi auðvitað enskar skonsur með „clotted cream“, jarðarberjasultu og te (það verður að vera te).
Smátt og smátt urðu þessar ferðir þannig að við fórum að bera saman skonsurnar á hinum ýmsu stöðum og enduðum á því að bestu skonsurnar væru á herragarði í Devon.
Eftir að ég kom heim langaði mig í skonsur af og til en það vantaði alltaf rjómann. Einn daginn var ég svo að ráfa um gangana í Costco og hvað haldiði? Í einni hillunni í kælinum sá ég þennan dásemdar rjóma frá Cornwall!
Ég keypti pakka og flýtti mér heim til að baka. Hafði nefnilega rekist á algerlega frábæra uppskrift, algerlega skothelda á þessari síðu: https://www.fifteenspatulas.com/english-style-scones/.
Skonsurnar, rjóminn, jarðarberjasultan og te-ið stóðu algerlega undir væntingum. Hver þarf herragarð í Devon?