
Að horfa á garn og prjónaðar flíkur eykur gleði (mína a.m.k.) og tíminn sem fer í að skoða Pinterest, handóða prjónara og fleiri góðar síður er góður tími.
Jú, víst væri hægt að nota tímann í að t.d. þurrka af eða þrífa en…rykið fer ekkert en maður gæti misst af allskonar garndásemdum!
Eða þannig.
Nema hvað, þessi ótrúlega fallegi og glaði litur blasti við mér þegar tölvan var opnuð í morgun. Þegar ég sá hann (kannski af því hann var litur á garni?) varð ég strax glaðari og fannst hann minna á sól og sumar. Þetta sama sumar sem hefur verið frekar fjarlægt sunnan heiða undanfarið.
Vindurinn nauðaði úti, allt er rennblautt og frekar óyndislegt – og svo birtist þessi dásemd. Það einfaldlega birti yfir tilverunni. Nú er bara spurning – á að kaupa meira garn og bæta í safnið? Eða bara horfa?
Heimasíðan https://sockobsessionyarns.com/product/another-sol-sock-3/ en svipaðir litir fást jú hér heima svo væntanlega leitar maður frekar í þær smiðjur:)