Á nýliðinni Prjónahátíð á Blönduósi vakti Textílbarinn enn og aftur athygli mína. Þetta framtak er alger snilld!
Að finna og endurnýta garn sem annars hefði farið í ruslið (eða samsvarandi) passar vel við nútímann. Það er miklu betra að nota það sem þegar hefur verið keypt en kaupa nýtt (jú, auðvitað er gaman að kaupa nýtt garn!) ef við hugsum um þessa jörð sem við búum á.
Barinn býður upp á að kaupa smáhnykla af ýmsu tagi, garn sem hefur verið spunnið saman við annað garn til að búa til nýtt og meira að segja efnislengjur sem orðnar eru að garni. Þessi géggjaði kjóll er tþdþ prjónaður úr smáhnyklum af ýmsu tagi og einnig peysan sem sést á neðri myndinni. Hægt er að fá aðstoð hjá listakonunum sem reka barinn – ef hugmyndaflugið nær ekki nógu langt:).

