Viggublogg

Það er spurning…

Menu
  • Forsíða
  • Handavinna
    • Prjón
    • Hekl
    • Bútasaumur
    • Hugmyndir
  • Borgin
    • Skipulag
    • Byggingar
    • Umferðarljós
  • Ferðalög
    • Bretland
    • Holland
    • Ísland
    • USA
  • Umhverfið
  • Bækur
  • Matur og uppskriftir
  • Erfðafræði
  • Hugleiðingar
  • Til gamans
  • English
  • Shop
    • Cart
    • Checkout
    • My account
Menu

Hvar er best að prjóna? Á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn?

Posted on by Vigdis Stefansdottir

Það fór ekkert illa um prjónarann þennan ágæta fimmtudag í september, sitjandi á bekk á Ráðhústorginu. Dúfurnar komu og kíktu eftir mat, börn af öllum stærðum streymdu framhjá í hinu ýmsu erindagerðum og flestir bekkir voru setnir af fólki á mismunandi aldri, stærð og gerð.

Verðrið var bara fínt, 18 gráður og sólarlaust að mestu. Dálítil gola en hún var góð til að flytja burt tóbaksreyk (mikið um reykingar í Danaveldi ennþá) þegar einhver gekk framhjá með logandi snuddu í munninum.

Dagurinn var semsagt bara ágætur, enda ætlaður til slökunar og labbitúrs í kóngsins Köben eftir dálítið strembna tvo daga á undan, með löngum fundahöldum þar sem athyglin þurfti að vera til staðar.

Engin lýsing til
Category: Handavinna
©2026 Viggublogg