Stundum dettur manni einhver vitleysa í hug og ég er þeirrar gerðar að framkvæma strax, oft áður en maður hugsar til enda. Í langan tíma hef ég átt erfitt með að prjóna úr lopa, hóstað og hnerrað og ég veit ekki hvað. Lopinn íslenski er afar áferðarfallegur (stingur eins og ég veit ekki hvað samt:): …
Author: Vigdis Stefansdottir
Eitt lítið halló
“Hello,” var sagt lágt við hliðina á mér þar sem ég sat á flugvellinum í Düsseldorf að bíða eftir flugi heim til Íslands. Ég hafði setið um stund og skrifað á litlu ferðatölvuna mína, á íslensku auðvitað, og nokkru fyrr hafði sest við hlið mér japönsk kona á miðjum aldri, hluti af stærri hóp. Það var…
Loftlagsvá og AI
Það er stórkostlegt og um leið dálítið „scary“ að fylgjast með þróun gervigreindar. Daglega spretta upp nýjar síður með leiðum til að skapa efni eða svara spurningum með gervigreind. Merkilegt nokk, þá hefur þessu meira og minna verið lýst í vísindaskáldsögum og þar er gjarnan varað við afleiðingum þess að gefa gervigreindinni of mikið vald….
Sængurlaus dúkka og marglitt fiðrildi
Það kemur ýmislegt upp í ferðalögum. Stundum þarf að gera við sokk eða annað plagg, stundum vantar allt í einu hlýja sokka eða vettlinga og svo getur það gerst að skortur á fiðrildum segi til sín. Þegar litlar dúkkur eru með í för verður stundum vart við teppa- eða sængurleysi fyrir þær. Lítil hnáta horfði…
Vinátta
Mannfólk, líkt og margar aðrar lífverur, þrífst á samskiptum og vináttu. Samt eru ótal margir einmana og líður ekki vel vegna þess. Öðrum finnst fínt að fá að vera í friði og sækja lítt í samveru. Einmanaleiki og vinátta hafa verið mér hugleikin hugtök um langa hríð. Ég hef velt fyrir mér hvernig fólk eignast…
Tjörnin
Hekluð göt
Pinterest er óendanleg uppspretta skemmtilegra uppskrifta og hugmynda. Tíminn flýgur á meðan maður flettir gegnum hvert undrið af öðru og óskar þess að hafa allan tímann í veröldinni til að prjóna, hekla og föndra þetta allt. Undanfarið hef ég sé eitthvað sem líkist hálfkláruðum götóttum peysum. Eiginlega ermum með smáparti af bol. Mér datt helst…
Velkomin á Viggublogg
Vonandi hefur þú gaman af því lesandi góður og ef ekki, þá er bara að smella sér annað:). Hér kennir ýmissa grasa. Rausað um menn og málefni, prjón, hekl, bútasaum, erfðafræði og ég veit ekki hvað. Allt eftir því í hvaða skapi bloggarinn er og hvað hefur glatt hann eða pirrað undanfarið. Sumt er endurnýtt…
Eyjabúar
Eyjabúar eru um margt aðeins öðruvísi en fólk sem lifir á meginlandi. Hafa þurft um aldir að treysta á eigin bjargir, oft við erfiðar aðstæður. Við þekkjum þetta vel Íslendingar og mögulega er þetta ein af ástæðunum fyrir því að okkur finnst ekki margt ómögulegt. Við bara vöðum í verkið og framkvæmum það og skiljum…
Tjörnin
Þegar ég hugsa heim frá útlöndum, er fyrsta myndin oft Tjörnin og hennar umhverfi. Gjarnan spegilslétt og falleg og gömlu húsin speglast í henni. Mér finnst ráðhúsið ekkert sértstakt en maður er orðnn vanur því. Reykjavík er lítil borg í litlu (fámennu) landi. Hún á að endurspegla það í miðbænum. Þar eiga að kúra lítil…