Ég sá hann um leið og ég settist niður með kaffibollann og gulrótarkökuna sem hafði freistað mín í afgreiðsluborði kaffihússins. Kaffihúsið var staðsett á 5. hæð bókabúðarinnar Foyles í London, einum af uppáhaldsstöðum mínum í þeirri borg. Allt í kring sat fólk á öllum aldri, flestir með bók eða bækur til að glugga í en…
Category: Bækur
The Midnight Library
Stundum rekst maður á bækur sem er erfitt að leggja frá sér. The Midnight Library eftir Matt Haig er ein slík. Hún heldur manni gjörsamlega frá upphafi til enda. Samt er engin spenna þannig séð, enginn sem lendir í lífshættu eða annað slíkt.