Ég sá hann um leið og ég settist niður með kaffibollann og gulrótarkökuna sem hafði freistað mín í afgreiðsluborði kaffihússins. Kaffihúsið var staðsett á 5. hæð bókabúðarinnar Foyles í London, einum af uppáhaldsstöðum mínum í þeirri borg. Allt í kring sat fólk á öllum aldri, flestir með bók eða bækur til að glugga í en…
Category: Ferðalög
Allskonar ferðir
Hvar er best að prjóna? Á lúxushóteli í San Diego?
Það er dálítið gaman að kynnast því hvernig þeir sem eiga marga peninga lifa. Það fékk ég að prófa nýlega þegar ég fór á fund í San Diego. Lúxushótel var bæði fundarstaður og gististaður og ekki skemmdi veðrið þessa daga. Alltaf 20-23 gráður og sólskin að mestu. Það er svo sannarlega hægt að láta fara…
Leigubílalúxus í Lissabon
Að öllu jöfnu ferðast ég ódýrt og nota mest tvo jafnfljóta eða almenningssamgöngur þar sem ég er hverju sinni. Í nýliðinni ferð til Lissabon var ég á ferð með tveimur unglingum og af því við komum til landsins seint að kvöldi (eða snemma nætur), og ég þekkti ekki til hafandi aldrei komið til Lissabon, varð…
Ferðast að nýju (skrifað í lok Covid)
„Loksins, loksins“, segir ferðalöngunin en loftlagssamviskan hastar á hana. „Það þarf ekki að ferðast til útlanda, Ísland hefur allt sem þú þarft“ segir hún höstuglega. „Já en…“ pípir í ferðalönguninni sem flettir upp hverri freistandi ferðinni á fætur annarri. „Sko, eitt svona flugferðalag kostar fullt af kolefnssporum og ábyrgir einstaklingar eru heima hjá sér –…
Ísland og veðrið
Það er ansi oft sem maður hugsar „af hverju bý ég hér? Það er skítkalt meirihluta ársins, verðlagið er út úr kú og úrval af handavinnu ótrúlega lítið á stundum“. Svo kemur vor…og sumar. Sumarið er stutt en alveg ótrúlega fallegt. Skarpir litir náttúrunnar, næturbirtan og ég veit ekki hvað…þá hættir maður við hugsanir…
Eldfjallaskoðun
Ég hef gengi tvisar upp að gosi á nokkrum dögum. Það má teljast nokkuð gott, ekki síst vegna þess að hnéð á mér er andsetið og kílóin mættu vera talsvert færri. Kannski fækkar þeim eitthvað ef ég geng nógu oft:). Nýju skórnir stóðu sig með prýði og ég kvíði því ekki hætishót að ganga…
Nýir gönguskór
Fyrir ansi mörgum árum síðan keypti ég gönguskó. Fékk leiðbeiningar og hjálp frá vinkonu minni sem gekk ansi miklu meira en ég á fjöll og út um allt. Skórnir voru ágætir en mér fannst alltaf vesen að fara í þá og notaði þá svo sem ekkert hrikalega mikið. 20 árum seinna fannst mér rétt að…