Það er ansi oft sem maður hugsar „af hverju bý ég hér? Það er skítkalt meirihluta ársins, verðlagið er út úr kú og úrval af handavinnu ótrúlega lítið á stundum“. Svo kemur vor…og sumar. Sumarið er stutt en alveg ótrúlega fallegt. Skarpir litir náttúrunnar, næturbirtan og ég veit ekki hvað…þá hættir maður við hugsanir…
Category: Ísland
Eldfjallaskoðun
Ég hef gengi tvisar upp að gosi á nokkrum dögum. Það má teljast nokkuð gott, ekki síst vegna þess að hnéð á mér er andsetið og kílóin mættu vera talsvert færri. Kannski fækkar þeim eitthvað ef ég geng nógu oft:). Nýju skórnir stóðu sig með prýði og ég kvíði því ekki hætishót að ganga…
Nýir gönguskór
Fyrir ansi mörgum árum síðan keypti ég gönguskó. Fékk leiðbeiningar og hjálp frá vinkonu minni sem gekk ansi miklu meira en ég á fjöll og út um allt. Skórnir voru ágætir en mér fannst alltaf vesen að fara í þá og notaði þá svo sem ekkert hrikalega mikið. 20 árum seinna fannst mér rétt að…