Það er eitthvað heillandi við bútasaumsbúðir. Raðir af yndislegum, ósnortnum efnum liggja á borðum og standa upp á endann í hillum. Allskonar litir og mynstur, gulur, rauður, grænn og blár. Og auðvitað blanda af þessu öllu saman.Panelar með myndum eru sérstakur kapítuli. Teiknaðar myndir, ljósmyndir eða eitthvað annað myndform grípa augað. Myndirnar heilla, eins og…
Category: Bútasaumur
Brauðpoki
Brauð er oft geymt í plastpokum, stundum í brauðkössum eða skúffum. Í framhaldi af saumum á vaxbornum klútum, fannst mér rétt að prófa að gera vaxborinn brauðpoka. Í hann notaði ég efni úr sængurveri sem hafði lokið sinni þjónustu með sóma, reif efnið svo það væri þráðrétt, saumaði hliðarnir með skyrtusaumi (fyrst rangan saman, sauma…
Bjálkakofi
Bjálkakofi er eitt af þekktustu mynstrum í bútasaumi. Blokkin byrjar með miðju sem oft er ferningslaga miðja og í kring um miðjuna eru saumaðar ræmur – bjálkar, gjarnan þannig að skiptist á ljóst og dökkt. Þetta er þó ekki alltaf og litavalið bara eftir höfði hvers og eins. Blokkirnar er hægt að setja saman á ýmsa vegu,…