Fyrir allmörgum árum, fleirum en ég kæri mig um að muna, gerði ég nokkrar uppskriftir fyrir Lopa sf sem þá seldi lopa.
Ég var löngu búin að gleyma þessum uppskriftum en rakst á þær um daginn hjá góðri prjónavinkonu. Mér fannst þessar uppskriftir (mynstrin) ágætar og ákvað að endurprjóna eina þeirra. Auðvitað gat ég ekki gert það án breytinga, breytti henni í bak og fyrir, þ.e. mynstrinu.
Er eigi að síður bara sátt við þessa peysu og uppskriftin mun koma á https://disaknit.is/ innan skamms. Þarf bara að reikna smá:). Fyrirsætan er Viktoría Lee Lemacks (4 ára) og ljósmyndari er Ingadóra Snorradóttir.