Ég er svo heppin að þekkja nokkrar konur sem bera nafnið Hildur. Fyrst er það Hildur litla systir mín sem heitir fullu nafni Hildur Hrönn. Þá er það Hildur H, vinkona til margra ára og Hildur J sem sömuleiðis hefur fylgt mér lengi bæði sem vinnufélagi og vinkona. Hildur R vann með mér (óbeint) um tíma og svo er Hildur Ó sem er yngst, vinnufélagi og vinkona. Mér finnst dálítið gaman af þessum fjölda Hilda sem ég þekki.
Eiginnafnið Hildur er vel þekkt á Íslandi. Það er stutt og laggott og þægilegt að muna. Það er kannski ekki algengasta nafnið á Íslandi en þó frekar algengt, bæði sem fyrsta nafn og annað eins og sjá má af upplýsingum frá Þjóðskrá nú í byrjun árs 2024.
1644 sem bera nafnið Hildur sem 1. eiginnafn
296 sem bera nafnið Hildur sem 2. eiginnafn
Algengi nafnsins frá 1950 – 2005 sést hér á mynd frá Mannanafnaskrá.
