Viggublogg

Það er spurning…

Menu
  • Forsíða
  • Handavinna
    • Prjón
    • Hekl
    • Bútasaumur
    • Hugmyndir
  • Borgin
    • Skipulag
    • Byggingar
    • Umferðarljós
  • Ferðalög
    • Bretland
    • Holland
    • Ísland
    • USA
  • Umhverfið
  • Bækur
  • Matur og uppskriftir
  • Erfðafræði
  • Hugleiðingar
  • Til gamans
  • English
  • Shop
    • Cart
    • Checkout
    • My account
Menu

Hvar er best að prjóna? Í heimsókn?

Posted on by Vigdis Stefansdottir

Pokar og pinklar, töskur og tuðrur, fylgja manni gjarnan ef maður fer úr húsi. Ef þannig vill til að maður er prjónari, þá er næsta víst að prjónadót er með í för, hvað annað sem verður eftir.

Það á líka við um mig. Ég fer nánast aldrei úr húsi án þess að hafa með mér handavinnu og tek hana upp við hvert tækifæri. Meira að segja á tónleikum ef því er að skipta, stundum við litla hrifingu þeirra sem með mér eru og vilja síður vekja athygli.

Þegar svo vill til að manni er boðið í kaffi hjá samprjónara, er enn minna mál að taka upp handavinnu, koma sér vel fyrir í hægindastól (lesist prjónastól) og byrja að prjóna í takt við spjallið.

Og það er sjaldnast skortur á umræðuefni en enginn telur orðin frekar en hversu mikið band fer í að prjóna á meðan stoppað er. Viskan flæðir bókstaflega frá prjónurum og öðrum sem eru viðstaddir hverju sinni. Nýjar uppskriftir, garn, hvað prjónað var í sumar eða bara í gær, hvað er á prjónunum núna og hvað er planað, hvernig best er að gera þetta og hitt og svo framvegis. Inn á milli koma barnabörn (ómissandi umræðuefni), ástandið í efnahagsmálum, smá stjórnmál og svo þetta ómissandi – veðrið.

Það verður að teljast notalegt og kannski mjög nálægt því að vera best að prjóna í svona heimsókn. Verði þær sem flestar:)

Category: Handavinna, Prjón
©2025 Viggublogg