Viggublogg

Það er spurning…

Menu
  • Forsíða
  • Handavinna
    • Prjón
    • Hekl
    • Bútasaumur
    • Hugmyndir
  • Borgin
    • Skipulag
    • Byggingar
    • Umferðarljós
  • Ferðalög
    • Bretland
    • Holland
    • Ísland
    • USA
  • Umhverfið
  • Bækur
  • Matur og uppskriftir
  • Erfðafræði
  • Hugleiðingar
  • Til gamans
  • English
  • Shop
    • Cart
    • Checkout
    • My account
Menu

Léttlopi

Posted on by Vigdis Stefansdottir

Stundum dettur manni einhver vitleysa í hug og ég er þeirrar gerðar að framkvæma strax, oft áður en maður hugsar til enda. 

Í langan tíma hef ég átt erfitt með að prjóna úr lopa, hóstað og hnerrað og ég veit ekki hvað. Lopinn íslenski er afar áferðarfallegur (stingur eins og ég veit ekki hvað samt:): 

Annað sem pirrar mig og kannski er ég ein um það en mér finnst oft eins og bandið flækist aðeins saman í prjóni – bara rétt eins og lykkjurnar vilji tengjast sterkum vinaböndum:). Þetta hægir aðeins á manni við prjónið.

Eftir prjón er venja að skola úr flíkinni og við það hverfa flestar misfellur og peysan verður mjúk og fín. 

Nema hvað, þar sem ég sat og hlustaði á ágætan ræðumann tala, laust niður hugsun. Hvað ef maður þvær bara dokkurnar fyrir prjón?

Um leið komu allskonar pælingar; hvernig á að þurrka þær? Verður þetta ekki bara flækja? Er þetta yfirhöfuð hægt? Og hvernig á maður að geta beðið á meðan garnið þornar með að byrja að prjóna? (sennilega mikilvægasta spurningin).

Ég gat svo ekki beðið eftir því að fara heim og skola úr einni dokku. Átti eina hálfa í afgang af peysu og hún varð fyrir valinu. 

Ég setti smá vatn í bala, örlitla lopasápu og skolaði. Setti svo smá lopamýkingu og lét renna vel úr dokkunni og setti hana á handklæði. Gat auðvitað ekki beðið lengi og ákvað að leggja dokkuna á ofninn:). 

Hún þornaði hratt og vel og ég prófaði að prjóna. Allt í einu var ég að prjóna úr lunga
mjúkum léttlopa…ekkert hóst, enginn hnerri.

Þetta verður staðalaðferð hér eftir!

Category: Prjón
©2025 Viggublogg
Menu
  • Forsíða
  • Handavinna
    • Prjón
    • Hekl
    • Bútasaumur
    • Hugmyndir
  • Borgin
    • Skipulag
    • Byggingar
    • Umferðarljós
  • Ferðalög
    • Bretland
    • Holland
    • Ísland
    • USA
  • Umhverfið
  • Bækur
  • Matur og uppskriftir
  • Erfðafræði
  • Hugleiðingar
  • Til gamans
  • English
  • Shop
    • Cart
    • Checkout
    • My account