Viggublogg

Það er spurning…

Menu
  • Forsíða
  • Handavinna
    • Prjón
    • Hekl
    • Bútasaumur
    • Hugmyndir
  • Borgin
    • Skipulag
    • Byggingar
    • Umferðarljós
  • Ferðalög
    • Bretland
    • Holland
    • Ísland
    • USA
  • Umhverfið
  • Bækur
  • Matur og uppskriftir
  • Erfðafræði
  • Hugleiðingar
  • Til gamans
  • English
  • Shop
    • Cart
    • Checkout
    • My account
Menu

Tjörnin

Posted on by Vigdis Stefansdottir

Þegar ég hugsa heim frá útlöndum, er fyrsta myndin oft Tjörnin og hennar umhverfi. Gjarnan spegilslétt og falleg og gömlu húsin speglast í henni. 

Mér finnst ráðhúsið ekkert sértstakt en maður er orðnn vanur því. 

Reykjavík er lítil borg í litlu (fámennu) landi. Hún á að endurspegla það í miðbænum. Þar eiga að kúra lítil hús og sæt, ekki risabyggingar sem allt yfirgnæfa. 

Okkar fjársjóður er víðáttan, að geta séð frá okkur. Hún hverfur í þessari byggingaróreiðu þar sem hver stórbyggingin á fætur annari rís, allar gráar og ljótar og passa enganveginn í litlu sætu kvosarmyndina. Enda áhugavert að sjá muninn á mannfjölda í nýgerðum götum miðborgarinnar, þar sem há hús mynda gjár og vindgöng og svo Laugaveg og Skólavörðustíg sem enn eiga eitthvað af lágreistum byggingum. Þar er fólk. 

Category: Borgin
©2025 Viggublogg