Viggublogg

Það er spurning…

Menu
  • Forsíða
  • Handavinna
    • Prjón
    • Hekl
    • Bútasaumur
    • Hugmyndir
  • Borgin
    • Skipulag
    • Byggingar
    • Umferðarljós
  • Ferðalög
    • Bretland
    • Holland
    • Ísland
    • USA
  • Umhverfið
  • Bækur
  • Matur og uppskriftir
  • Erfðafræði
  • Hugleiðingar
  • Til gamans
  • English
  • Shop
    • Cart
    • Checkout
    • My account
Menu

Tjörnin

Posted on by Vigdis Stefansdottir

Þegar ég hugsa heim frá útlöndum, sé ég oft fyrir mér Tjörnina og hennar umhverfi. Gjarnan spegilslétta og fallega og gömlu húsin speglast í henni. 

Mér finnst ráðhúsið ekkert sértstakt en maður er orðnn vanur því. 

Reykjavík er lítil borg í litlu (fámennu) landi. Hún á að endurspegla það í miðbænum. Þar eiga að kúra lítil hús og sæt, ekki risabyggingar sem yfirgnæfa allt. 

Okkar fjársjóður er víðáttan, að geta séð frá okkur. Hún hverfur í þessari byggingaróreiðu þar sem hver stórbyggingin á fætur annari rís, allar gráar og ljótar og passa enganveginn í litlu sætu kvosarmyndina. Enda áhugavert að sjá muninn á mannfjölda í nýgerðum götum miðborgarinnar, þar sem há hús mynda gjár og vindgöng og svo á Laugavegi og Skólavörðustíg sem enn eiga eitthvað af lágreistum byggingum. Þar er fólk. 

Category: Skipulag
©2025 Viggublogg