Ævintýrið Frozen hefur farið sigurför um jörðina svo ekki sé meira sagt. Litlir kollar grúfa sig yfir allskonar tæki til að horfa á myndina, læra fjölda söngva utanað og svo er dansað við tónlistina.Amman og prjónadellukonan varð auðvitað að prjóna peysu sem hæfir tilefninu og úr varð þessi sem fékk nafnið Snær. Hún vakti lukku…
Author: Vigdis Stefansdottir
Verkefnataska
Það er eitthvað heillandi við bútasaumsbúðir. Raðir af yndislegum, ósnortnum efnum liggja á borðum og standa upp á endann í hillum. Allskonar litir og mynstur, gulur, rauður, grænn og blár. Og auðvitað blanda af þessu öllu saman.Panelar með myndum eru sérstakur kapítuli. Teiknaðar myndir, ljósmyndir eða eitthvað annað myndform grípa augað. Myndirnar heilla, eins og…
Gamall vinur kveður
Ég er svo heppin að búa í hverfi sem var byggt að mestu milli áranna 1950 og 1960. Húsin eru hæfilega stór og hægt að sjá lengra frá sér en inn um næsta glugga. Það er lúxus sem seint verður ofmetinn. Þó húsin séu flest lítil fjölbýlishús, að minnsta kosti við mína götu, þá fylgja…
Breskar skonsur með „clotted cream“
Ég bjó í Wales um tveggja ára skeið og eitt af því skemmtilega sem ég gerði með samleigjendum mínum var að fara í „afternoon tea“ á hinum ýmsu stöðum. Því fylgdi auðvitað enskar skonsur með „clotted cream“, jarðarberjasultu og te (það verður að vera te). Smátt og smátt urðu þessar ferðir þannig að við fórum…
Húfuhekl fyrir táninginn
Af og til koma skilaboð til ömmunnar um að hekla/prjóna eitthvað. Í vikunni var það húfa. Amman fékk senda smámynd af nokkrum stúlkum með húfur. Satt best að segja hélt amman að þetta væri misskilningur og að svona húfur ættu heima á höfði smákrakka en ekki táninga. En nei, táningurinn sagði þetta í tísku og…
Einnar heimsóknar grifflur
Þessar grifflur urðu til í heimsókn – mest af því að ég nennti ekki að klára vettlingana sem ég var að prjóna og fitjaði upp á nýju verkefni. Þær eru fljótprjónaðar, svona nokkurn veginn ein heimsókn með góðu spjalli:). Uppskriftin er einföld. Prjónar nr. 3.5 og garn sem hentar þeim grófleika. Ég notaði ítalskt merino…
Hildurnar í lífi mínu
Ég er svo heppin að þekkja nokkrar konur sem bera nafnið Hildur. Fyrst er það Hildur litla systir mín sem heitir fullu nafni Hildur Hrönn. Þá er það Hildur H, vinkona til margra ára og Hildur J sem sömuleiðis hefur fylgt mér lengi bæði sem vinnufélagi og vinkona. Hildur R vann með mér (óbeint) um…
Endurvinnsla
Fyrir allmörgum árum, fleirum en ég kæri mig um að muna, gerði ég nokkrar uppskriftir fyrir Lopa sf sem þá seldi lopa. Ég var löngu búin að gleyma þessum uppskriftum en rakst á þær um daginn hjá góðri prjónavinkonu. Mér fannst þessar uppskriftir (mynstrin) ágætar og ákvað að endurprjóna eina þeirra. Auðvitað gat ég ekki…
Athyglisbrestur hvað?
„Jæja, best að ljúka við jólasöguna og senda jólakortin“ hugsa ég í svefnrofunum og renni yfir nöfnin viðtakenda í huganum. Það er mánudagur og þá er ég í fríi frá vinnu, að minnsta kosti í orði kveðnu. Reyndar tveir netfundir og sjálfsagt nokkur símtöl, en ég fer ekki á vinnustaðinn. Þá er maður í fríi…
Sokkar
Ég hef gaman af að prjóna en prjóna sjaldan sokka. Það er sennilega vegna þess að a) gamlar minningar um sokkaprjón í barnaskóla ásækja mig og b) mér gengur illa að láta sokkana verða jafnstóra. Það er auðvitað hægt með því að telja umferðir en flestar uppskriftir segja til um að mæla sm. Það gengur…
Eins konar Frozen peysa
Ég hef gaman af því að prjóna. Held að það sé ekki hægt að neita því og sumir telja kannski að ég sé prjónaóð. Nema hvað, reglulega (lesist daglega) fyllist ég þörf fyrir að prjóna eitthvað ákveðið og í þessari viku var það Frozen peysa á yngstu barnabörnin mín og þær einu sem nenna að…
Kanntu brauð að baka?
Það hafa margir gaman af því að baka en eru kannski svolítið hræddir við pressugersbakstur. Læt hér fylgja „aulahelda“ grunnuppskrift að brauði – sem ég skrifaði fyrir alllöngu og hefur reynst mörgum vel við að byrja baksturinn. Þessi uppskrift hentar sem sagt í alla vega brauð og meira að segja sætabrauð! En hér kemur uppskriftin..eins og…
Fjórðungi bregður til fósturs
Forfeður okkar hafa fyrir löngu áttað sig á samspili erfða og umhverfis. Til merkis um það er þessi vel þekkta vísa: Fjórðungi bregður til föður. Fjórðungi bregður til móður. Fjórðungi bregður til fósturs. Fjórðungi bregður til nafns.
Bílaheilun
Upphaflega birt 6.5.2012 Lítil auglýsing vakti athygli mína í Fríblaðinu sl. föstudag: Líður bílnum ekki vel? Eru skrítin hljóð í honum? Gangurinn ójafn? Eyðir hann of miklu? Eru kannski rispur á lakkinu?Þá er kominn tími til að kalla í okkur! Við heilum bílinn þinn og þvoum hann svo úr okkar sérstaklega 100-hristu vatni sem veldur…
Jólin á útsölu
Þá eru jólin búin (að mestu). Ég fór í Húsasmiðjuna og var dálítið leið, eins og oft áður yfir því hvernig jólin fara á útsölu fyrsta opnunardag eftir hátíðar. Allt í einu var allt skrautið fyrir, þurfti að losna við það sem fyrst á niðursettu verði. Þetta á svosem við um mest af þeim vörum…
Ferðast að nýju (skrifað í lok Covid)
„Loksins, loksins“, segir ferðalöngunin en loftlagssamviskan hastar á hana. „Það þarf ekki að ferðast til útlanda, Ísland hefur allt sem þú þarft“ segir hún höstuglega. „Já en…“ pípir í ferðalönguninni sem flettir upp hverri freistandi ferðinni á fætur annarri. „Sko, eitt svona flugferðalag kostar fullt af kolefnssporum og ábyrgir einstaklingar eru heima hjá sér –…
Reykjavík og blokkirnar
Reykjavík er borgin mín. Borgin sem ég hef búið í frá fæðingu, að stuttum tíma frátöldum. Hún er síbreytileg eins og borgir eru. Stundum kyrrlát og falleg – ef maður á leið um hana snemma morguns, einkum í dásamlegri vormorgunbirtu sem er engu lík. Eða á kyrrlát sumarkvöldi, sem kannski eru ekki svo mörg en…
Ísland og veðrið
Það er ansi oft sem maður hugsar „af hverju bý ég hér? Það er skítkalt meirihluta ársins, verðlagið er út úr kú og úrval af handavinnu ótrúlega lítið á stundum“. Svo kemur vor…og sumar. Sumarið er stutt en alveg ótrúlega fallegt. Skarpir litir náttúrunnar, næturbirtan og ég veit ekki hvað…þá hættir maður við hugsanir…
Garðvinna
Á vorin langar mann út. Grafa fingurna í moldina, finna sterka moldarlyktina sem gýs upp þegar skóflu er stungið í jörð og gróðursetja. Þetta árið er áherslan á matjurtir. Í nokkrar vikur hafa pínulítil fræ fengið að vaxa og dafna í öllum gluggum og nú eru þau flest komin út í beð eða potta. Og…
Eldfjallaskoðun
Ég hef gengi tvisar upp að gosi á nokkrum dögum. Það má teljast nokkuð gott, ekki síst vegna þess að hnéð á mér er andsetið og kílóin mættu vera talsvert færri. Kannski fækkar þeim eitthvað ef ég geng nógu oft:). Nýju skórnir stóðu sig með prýði og ég kvíði því ekki hætishót að ganga…
Nýir gönguskór
Fyrir ansi mörgum árum síðan keypti ég gönguskó. Fékk leiðbeiningar og hjálp frá vinkonu minni sem gekk ansi miklu meira en ég á fjöll og út um allt. Skórnir voru ágætir en mér fannst alltaf vesen að fara í þá og notaði þá svo sem ekkert hrikalega mikið. 20 árum seinna fannst mér rétt að…
The Midnight Library
Stundum rekst maður á bækur sem er erfitt að leggja frá sér. The Midnight Library eftir Matt Haig er ein slík. Hún heldur manni gjörsamlega frá upphafi til enda. Samt er engin spenna þannig séð, enginn sem lendir í lífshættu eða annað slíkt.
Brauðpoki
Brauð er oft geymt í plastpokum, stundum í brauðkössum eða skúffum. Í framhaldi af saumum á vaxbornum klútum, fannst mér rétt að prófa að gera vaxborinn brauðpoka. Í hann notaði ég efni úr sængurveri sem hafði lokið sinni þjónustu með sóma, reif efnið svo það væri þráðrétt, saumaði hliðarnir með skyrtusaumi (fyrst rangan saman, sauma…
Prjónaðir inniskór
Sokkar og skór eru ekki í sérstöku uppáhaldi hjá undirritaðri sem notar hvorutveggja eins lítið og hægt er. Sokkarnir fjúka í síðasta lagi í lok mars og koma ekki aftur úr skúffum fyrr en í fyrsta lagi í október. Þá meira að segja sjaldan. Skór eru ívið meira notaðir, enda frekar óvinsælt að vera berfættur…
Bjálkakofi
Bjálkakofi er eitt af þekktustu mynstrum í bútasaumi. Blokkin byrjar með miðju sem oft er ferningslaga miðja og í kring um miðjuna eru saumaðar ræmur – bjálkar, gjarnan þannig að skiptist á ljóst og dökkt. Þetta er þó ekki alltaf og litavalið bara eftir höfði hvers og eins. Blokkirnar er hægt að setja saman á ýmsa vegu,…