Ég hef dálítið gaman af bulli, bæði í orði og gerðum. Ekki síst í handverki, prjóni og bútasaumi. Nema hvað. Í nóvember (stundum fyrr) fara að birtast myndir af frábæru jólahandverki af öllum stærðum og gerðum. Föndri, saumaskap, hekli og prjóni. Það koma myndir af fjölskyldum og jafnvel heilu vinnustöðunum í jólapeysum sem hafa verið…
Category: Handavinna
Upplýsingar um handavinnu
Hvar er best að prjóna? Á lúxushóteli í San Diego?
Það er dálítið gaman að kynnast því hvernig þeir sem eiga marga peninga lifa. Það fékk ég að prófa nýlega þegar ég fór á fund í San Diego. Lúxushótel var bæði fundarstaður og gististaður og ekki skemmdi veðrið þessa daga. Alltaf 20-23 gráður og sólskin að mestu. Það er svo sannarlega hægt að láta fara…
Where is the best place to knit? Hotel Rangá?
On a beautiful autumn day in mid-September, the knitter was staying at the luxurious Hotel Rangá, which, as the name suggests, is located in Rangárvallasýsla. The stay began after lunch on Saturday, and the first attempt was to knit while sitting indoors. Many good spots were found, as there were comfortable chairs throughout the building. …
Hvar er best að prjóna? Hótel Rangá?
Á fallegum haustdegi um miðjan september var prjónarinn staddur á lúxushótelinu Rangá, sem eins og nafnið gefur til kynna, er í Rangárvallasýslu.Dvölin hófst eftir hádegi á laugardegi og fyrst var prófað að prjóna innivið. Margir góðir staðir fundust enda þægilegir stólar víða í húsinu. Þessi skemmtilegi körfustóll er vel staðsettur og þótti upplagt að prófa…
The simplest sock pattern ever
Beautiful hand-knitted socks made from good quality yarn are a delight to the eyes and wonderful on the feet. Many knitters are masters of sock knitting, producing pair after pair and sometimes showcasing their work in large and small groups on social media. Others, less skilled, watch with admiration and wish to be part of…
Einfaldasta sokkauppskrift í heimi
Fallegir handprjónaðir sokkar úr góðu garni eru augnayndi og dásamlegir á fæti. Margir prjónarar eru meistarar í sokkaprjóni og framleiða hvert parið á fætur öðru og sýna stundum afraksturinn í stórum og litlum hópum á samfélagsmiðlum. Aðrir, minna megnugir horfa með andakt og óska þess að vera í þessum flotta hópi en komast kannski aldrei…
Hvar er best að prjóna – Höfuðstöðin
Í paradísinni Elliðaárdal er margt að finna. Skemmtilegar gönguleiðir, Elliðaá, rjóður og oftast nær slatta af fólki. Ofarlega í dalnum hvílir lítil íbúðabyggð og enn ofar Árbæjarsafn sem geymir gömul hús og magnaða sögu. Í Ártúnsbrekkunni sem liggur meðfram dalnum er Höfuðstöðin, lítið og krúttlegt kaffi- og menningarhús þar sem á laugardögum koma saman börn…
Reiðvettlingarnir klárir (uppskriftin)
Fyrir nokkru minntist ég á að mögulega væri uppskrift fyrir reiðvettlinga að raungerast. Það hefur nú orðið og vettlingarnir komnir á Ravelry https://www.ravelry.com/patterns/library/riding-mittens-felted og Disaknit https://disaknit.is/product/reidvettlingar/. Þessi vegferð var ekki alveg tíðinda- eða sársaukalaus eins og gengur en að lokum, með góðra prjónara hjálp, tókst að ljúka verkinu. Þá er bara að taka fram plötulopasafnið…
Hvar er best að prjóna? Í heimsókn?
Pokar og pinklar, töskur og tuðrur, fylgja manni gjarnan ef maður fer úr húsi. Ef þannig vill til að maður er prjónari, þá er næsta víst að prjónadót er með í för, hvað annað sem verður eftir. Það á líka við um mig. Ég fer nánast aldrei úr húsi án þess að hafa með mér…
Bananasokkar
Hvað eiga bananar og sokkar sameiginlegt? Ekki mikið, svona við fyrstu sýn en skoðum málið betur. Þegar maður prjónar sokka, þá eru þeir í raun eins konar túba með smá útvexti fyrir hælinn. Bestu sokkarnir eru auðvitað þeir sem passa best á fótinn og internetið, tölvur, símar, bókasöfn og heimili prjónara eru full af allskonar…
Where is the best place to knit? Lisbon?
The happy place for some people is where they hold knitting needles in their hands. They find it hard to stay in one place for a long time without picking them up (doesn’t everyone carry knitting supplies in their bag wherever they go?). Sometimes it’s too hot and a bit sweaty to knit. Sometimes it…
Hvar er best að prjóna? Lissabon?
English Sumum líður best með prjóna í höndum og eiga erfitt með að vera lengi á sama stað án þess að taka þá upp (eru ekki allir með prjónadót í töskunni hvert sem farið er?). Stundum er heitt og dáldið sveitt að prjóna. Stundum er dáldið kalt og erfitt að höndla prjónana en stundum er…
Garn og litir og gleði
Að horfa á garn og prjónaðar flíkur eykur gleði (mína a.m.k.) og tíminn sem fer í að skoða Pinterest, handóða prjónara og fleiri góðar síður er góður tími. Jú, víst væri hægt að nota tímann í að t.d. þurrka af eða þrífa en…rykið fer ekkert en maður gæti misst af allskonar garndásemdum! Eða þannig. Nema…
Hestavettlingar (fyrir knapa, ekki hesta)
Ég á góða vinkonu sem stundar hestamennsku af miklum móð. Hún sinnir hestunum allt árið og á sumrin er hún leiðsögumaður í hestaferðum norðan heiða. Eins og gefur að skilja er dálítið rætt um hesta. Mér finnst þeir fallegir og elskulegir og ekki versnaði álitið þegar barnabörnin fóru eitt af öðru að hitta hana til…
Snær
Ævintýrið Frozen hefur farið sigurför um jörðina svo ekki sé meira sagt. Litlir kollar grúfa sig yfir allskonar tæki til að horfa á myndina, læra fjölda söngva utanað og svo er dansað við tónlistina.Amman og prjónadellukonan varð auðvitað að prjóna peysu sem hæfir tilefninu og úr varð þessi sem fékk nafnið Snær. Hún vakti lukku…
Verkefnataska
Það er eitthvað heillandi við bútasaumsbúðir. Raðir af yndislegum, ósnortnum efnum liggja á borðum og standa upp á endann í hillum. Allskonar litir og mynstur, gulur, rauður, grænn og blár. Og auðvitað blanda af þessu öllu saman.Panelar með myndum eru sérstakur kapítuli. Teiknaðar myndir, ljósmyndir eða eitthvað annað myndform grípa augað. Myndirnar heilla, eins og…
Húfuhekl fyrir táninginn
Af og til koma skilaboð til ömmunnar um að hekla/prjóna eitthvað. Í vikunni var það húfa. Amman fékk senda smámynd af nokkrum stúlkum með húfur. Satt best að segja hélt amman að þetta væri misskilningur og að svona húfur ættu heima á höfði smákrakka en ekki táninga. En nei, táningurinn sagði þetta í tísku og…
Einnar heimsóknar grifflur
Þessar grifflur urðu til í heimsókn – mest af því að ég nennti ekki að klára vettlingana sem ég var að prjóna og fitjaði upp á nýju verkefni. Þær eru fljótprjónaðar, svona nokkurn veginn ein heimsókn með góðu spjalli:). Uppskriftin er einföld. Prjónar nr. 3.5 og garn sem hentar þeim grófleika. Ég notaði ítalskt merino…
Endurvinnsla
Fyrir allmörgum árum, fleirum en ég kæri mig um að muna, gerði ég nokkrar uppskriftir fyrir Lopa sf sem þá seldi lopa. Ég var löngu búin að gleyma þessum uppskriftum en rakst á þær um daginn hjá góðri prjónavinkonu. Mér fannst þessar uppskriftir (mynstrin) ágætar og ákvað að endurprjóna eina þeirra. Auðvitað gat ég ekki…
Athyglisbrestur hvað?
„Jæja, best að ljúka við jólasöguna og senda jólakortin“ hugsa ég í svefnrofunum og renni yfir nöfnin viðtakenda í huganum. Það er mánudagur og þá er ég í fríi frá vinnu, að minnsta kosti í orði kveðnu. Reyndar tveir netfundir og sjálfsagt nokkur símtöl, en ég fer ekki á vinnustaðinn. Þá er maður í fríi…
Sokkar
Ég hef gaman af að prjóna en prjóna sjaldan sokka. Það er sennilega vegna þess að a) gamlar minningar um sokkaprjón í barnaskóla ásækja mig og b) mér gengur illa að láta sokkana verða jafnstóra. Það er auðvitað hægt með því að telja umferðir en flestar uppskriftir segja til um að mæla sm. Það gengur…
Eins konar Frozen peysa
Ég hef gaman af því að prjóna. Held að það sé ekki hægt að neita því og sumir telja kannski að ég sé prjónaóð. Nema hvað, reglulega (lesist daglega) fyllist ég þörf fyrir að prjóna eitthvað ákveðið og í þessari viku var það Frozen peysa á yngstu barnabörnin mín og þær einu sem nenna að…
Brauðpoki
Brauð er oft geymt í plastpokum, stundum í brauðkössum eða skúffum. Í framhaldi af saumum á vaxbornum klútum, fannst mér rétt að prófa að gera vaxborinn brauðpoka. Í hann notaði ég efni úr sængurveri sem hafði lokið sinni þjónustu með sóma, reif efnið svo það væri þráðrétt, saumaði hliðarnir með skyrtusaumi (fyrst rangan saman, sauma…
Prjónaðir inniskór
Sokkar og skór eru ekki í sérstöku uppáhaldi hjá undirritaðri sem notar hvorutveggja eins lítið og hægt er. Sokkarnir fjúka í síðasta lagi í lok mars og koma ekki aftur úr skúffum fyrr en í fyrsta lagi í október. Þá meira að segja sjaldan. Skór eru ívið meira notaðir, enda frekar óvinsælt að vera berfættur…
Bjálkakofi
Bjálkakofi er eitt af þekktustu mynstrum í bútasaumi. Blokkin byrjar með miðju sem oft er ferningslaga miðja og í kring um miðjuna eru saumaðar ræmur – bjálkar, gjarnan þannig að skiptist á ljóst og dökkt. Þetta er þó ekki alltaf og litavalið bara eftir höfði hvers og eins. Blokkirnar er hægt að setja saman á ýmsa vegu,…