Viggublogg

Það er spurning…

Menu
  • Forsíða
  • Handavinna
    • Prjón
    • Hekl
    • Bútasaumur
    • Hugmyndir
  • Borgin
    • Skipulag
    • Byggingar
    • Umferðarljós
  • Ferðalög
    • Bretland
    • Holland
    • Ísland
    • USA
  • Umhverfið
  • Bækur
  • Matur og uppskriftir
  • Erfðafræði
  • Hugleiðingar
  • Til gamans
  • English
  • Shop
    • Cart
    • Checkout
    • My account
Menu

Einnar heimsóknar grifflur

Posted on by Vigdis Stefansdottir

Þessar grifflur urðu til í heimsókn – mest af því að ég nennti ekki að klára vettlingana sem ég var að prjóna og fitjaði upp á nýju verkefni. Þær eru fljótprjónaðar, svona nokkurn veginn ein heimsókn með góðu spjalli:).

Uppskriftin er einföld. Prjónar nr. 3.5 og garn sem hentar þeim grófleika. Ég notaði ítalskt merino garn sem ég uppgötvaði nýlega að fæst í Gallery spuna en ég hafði keypt áður á Ítalíu. Þetta er dásemdar garn svo ekki sé meira sagt.

Nema hvað, ég fitjaði upp 40 L, prjónaði 2 x 2 stroff í 24 umf. Gerði þá úrtöku fyrir þumal 1. 1 br. L, slá uppá, prj. 1 L, slá uppá, ein br. L.
2. Prjóna að útaukningu – prjóna þá 1 br. L, 3 sl (prjóna í bandið frá fyrri umferð), 1 br. L.
3. 1 br. L, slá uppá, 3 sl. L., slá uppá, 1 br. L
4. Eins og umf 2 nema hvað nú eru 5 L sl.
Halda þessu áfram þar til 19 L eru sléttar í útaukningunni. Prjóna 3 umf. í viðbót án útaukninga.
Í næstu umferð eru þumallykkjurnar felldar af og haldið áfram að prjóna í hring 2 sl., 2 br. 6 umferðir. Fellt af.

Category: Prjón
©2025 Viggublogg